22.10.2005

Útlönd

Nú er ég bara komin heim frá útlöndum (reyndar svoldið síðan) og er að farast úr leti. Undarlegt hvað opinbert vetrarfrí hefur áhrif á nennuna.
Tallinn var ekki síðri en Vilníus, ólíkar borgir samt.
Miðborg Tallinn er mjög miðaldaleg sérstaklega þegar maður fylgir gömlu borgarveggjunum og af og til, þegar engin merki um nútímann eru til staðar, er alveg hægt að ímynda sér ferð aftur í tímann og upplifa andartök í fortíðinni. Það sem er líka svo skemmtilegt við miðbæinn í Tallinn eru alskonar veitingahús, búðir og gallerí lengs niðir kjöllurum þar sem ótal stigar liggja að hlöðnum veggjum og kertaljós, mistería og notalegheit ráða ríkjum.
Ég fór líka í strætóferð til að skoða úthverfin, var búin að heyra frekar neikvæðar sögur um þau en mér fannst þau huggulegri en mörg úthverfi stór-Reykjavíursvæðisins.
Nú er ég semsé komin heim og letin hefur e-ð verið að stríða mér undanfarna daga, er samt að hugsa um að segja letinni stríð á hendur og taka þennan dag með trompi. Fæ heimsókn í kvöld beint frá Íslandi og mér hefur verið boðað að vera sæt, fín og tilbúin á djammið kl. 21:30 og ætla ég að hlýða því.
Jibbíí, dagur án leti...

2 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Halló... er ekkert að frétta, eða hvað???

11:49 e.h.  
Blogger Sif sagði...

jújú, fullt að frétta, allt að gerast...

4:16 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim