23.10.2005

Skyr

Já, ég var tilbúin á tilsettum tíma í gærkvöld og þegar Gunni kom brunuðum við beint til einnar af nágrönnum drottningar í matarboð (komum reyndar heldur seint en fengum enga að síður frábæran mat). Þetta var held ég bara flottasta íbúð sem ég hef komið í og félagsskapurinn mjög góður, þrjú af félögum Gunna og merkiskona úr danska kvikmyndaiðnaðinum. Stórskemmtilegt kvöld.
Ég náði aðeins að kíkja á júróvisjón útsendinguna í á meðan ég beið eftir gestinum í gærkvöldi og það kitlaði mig meira en ég vil viðurkenna, ætli ég sé að þróa með mér júróvisjón fetis?
Gunni fór um hádegi og ég hef í dag m.a. gætt mér á skyri og síríus súkkulaði sem hann færði mér. Svei mér ef ég var ekki bara búin að gleyma skyri og hvað það er gott.
Ég er enn frekar löt en er alveg að fara að hætta því. Á morgun byrjar skólinn aftur af krafti eftir vetrarfríið og ég þarf að mæta í tíma kl 8:00 í fyrsta skiptið á þessari önn og þarf því að vakna, tja já, bara rétt bráðum nánast.
og því... bless að sinni

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim