Ég er sverð
Um daginn lærði ég að skrifa nafnið mitt á arabísku og komst að því að í Egyptalandi þýðir orðið Sif sverð og er stundum mannanafn enda sverð ekkert annað en karlmennska. Ég hafði aldrei velt fyrir mér fyrr að Sif gæti þýtt e-ð út um víða veröld. Sverð er ekkert svo voðalega asnalegt en kannski þýðir Sif einhversstaðar kúkur eða e-ð þaðan af verra. Reyndar er þetta mjög fínt orð og mjög líklegt að það hafi þýðingu á hinum ýmsu tungumálum.
Ég vona bara að ég komi ekki til með að móðga neinn né svívirða á ferðalögum mínum erlendis í framtíðinni:
Halló ég heiti –haltu kjaftir-, eða
Hæ, ég er baunasúpa.
Ég vona bara að ég komi ekki til með að móðga neinn né svívirða á ferðalögum mínum erlendis í framtíðinni:
Halló ég heiti –haltu kjaftir-, eða
Hæ, ég er baunasúpa.
5 Ummæli:
Hæ baunasúpa
Þú ert skemmtileg. Ég komst að því um daginn að Alda þýðir eitthvað miður skemmtilegt á þýsku. Skilst að það sé einhverskonar slangur sem pakistanir í Þýskalandi nota.
Það er akkúrat það sem ég er að meina, það er ekkert grín að heita einhverju bulli á öðru tungumál. Gæti mögulega komið aftan að manni.
Þess vegna er John svo gott...hmmm nei það er slangur yfir klósett...hmm...Arnar er örugglega universal í lagi er það ekki...
kveðja,
Arnar Thor
Hehehehe Haltu kjafti hvenær kemurðu til Íslands?
heyrðu, ég veit ekki alveg hvenær ég kem til Íslands en það verður nokkuð örugglega á þessu ári
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim