Ég hef verið kitluð
Ég er nú alveg í stuði þótt ég skrifi ekki mikið hér. Ég er enn að bíða eftir að fá nettengingu heim. Ég hef verið kitluð bæði af Láru og Heiðu. Ég var eiginlega búin að ákveða að mér kitlaði ekkert en læt hér með undan hópþrýstingi og læt flakka 5 eitthvað sem fer í taugarnar á mér...semsé, ég þoli ekki:
-þegar ketti tekst að skvetta á mig vatni klukkan 5:30 að morgni til með þeim afleiðingum að ég hrekk upp og held að það sé vatn að flæða í íbúðinni fyrir ofan mig.
-þegar hávaxið og stórt fólk stillir sér fyrir framan mig á tónleikum.
-stríð og hverskonar ofbeldi.
-lygar og pretti kapítalísks hugsunarháttar þar sem endalaust er verið að reyna að selja mér e-ð, hvort heldur sem er vörur eða hugmyndir.
-að til sé fólk sem trúir því raunverulega að ALLIR í heiminum hafi aðgang að upplýsingum og geti því myndað sér upplýstar skoðanir um hvaða málefni sem er.
Ég ætla ekki að kitla neinn heldur að skella mér beint í það að lesa um hvernig kapítalismanum þykir áhrifaríkast að koma vörum sínum og hugmyndum á framfæri.
-þegar ketti tekst að skvetta á mig vatni klukkan 5:30 að morgni til með þeim afleiðingum að ég hrekk upp og held að það sé vatn að flæða í íbúðinni fyrir ofan mig.
-þegar hávaxið og stórt fólk stillir sér fyrir framan mig á tónleikum.
-stríð og hverskonar ofbeldi.
-lygar og pretti kapítalísks hugsunarháttar þar sem endalaust er verið að reyna að selja mér e-ð, hvort heldur sem er vörur eða hugmyndir.
-að til sé fólk sem trúir því raunverulega að ALLIR í heiminum hafi aðgang að upplýsingum og geti því myndað sér upplýstar skoðanir um hvaða málefni sem er.
Ég ætla ekki að kitla neinn heldur að skella mér beint í það að lesa um hvernig kapítalismanum þykir áhrifaríkast að koma vörum sínum og hugmyndum á framfæri.
1 Ummæli:
Sammála þér með kitlið...hef ekki upplifað þetta með köttinn og vatnið...hins vegar vaknað við það að köttur með klærnar úti var að leika sér að tánum á mér þessum þarna sem koma í framhaldi af ristinni alveg neðst þarna þú veist....
kveðja,
Arnar Thor
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim