27.11.2005

Í strætó

Um daginn var maður í strætó sem ég er viss um að hefur ekki náð langt í lífinu, á almennan mælikvarða. Hann var nokkuð drukkinn, illa til fara og endurtók í sífellu, I am clockwice, saturday is clockwice og the reality is not here. Hann virtist þó kátur og hamingjusamur og hló dátt þegar hann ýtti á stans bjölluna í hvert sinn sem strætóinn fór af stað. Hann hitti kunningjakonu sína þarna í strætónum og sagði henni frá þeim hörmungum að mamma hans hefði dáið í Sómalíu þegar hann var 6 og pabbi hans dáið þegar hann var 10. Hann virtist reyndar þekkja fleiri í strætónum. Hann fór að lokum út úr strætó, á undan mér, og sagði mér á leiðinni út hvað hann heitir (ég man það því miður ekki) Ég velti fyrir mér hvert ferð hans væri heitið, hvort hann hafi haft einhvern stað til að fara á eða hvort hann myndi hoppa uppí næsta strætó og skemmta sér við að ýta á stophnappinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim