18.11.2005

trallalla

Núna er verkefna og próftörnin að byrja hjá mér, eina ferðina enn, og líklega síðasta svona törnin á æfi minni. Ég er öll að komast í stuð, farin að borða eingöngu hollan og góðan mat og er að reyna að finna e-ð skipulag til að eiga möguleika á að skila öllu af mér og frá mér sem ég þarf. Ég hef nú gaman af þessu öllu saman en er farin að láta mig dreyma um vikufrí í sólríku landi eftir áramót. Það er voða ódýrt að fara héðan í svona óvissuhoppferð.
Vill einhver koma með mér til sólríks útlands í Janúar?

Þá er það bara að læra, læra, læra

3 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Þetta er nú kannski ekki spurningin um vilja, af því að ég er full af vilja gerð til þess að fara með þér í spennadi sólarferðalag. En einhverntíman seinna... kannski verður sól í Úthlíð þegar við förum þangað í sumarbústaðinn ;)
Aníhá... gangi þér vel.

4:45 e.h.  
Blogger Sif sagði...

jamm, panta sól í Úthlíð. Ég er orðin svakalega spennt. Hvað ætlarðu eiginlega að segja okkur? Ég get bara ekki beðið. Getum við ekki farið í Úthlíð í jólafríinu, ha?

1:08 f.h.  
Blogger Lára sagði...

oohhh... ég er nú ansi hrædd um að valda ykkur vonbrigðum sem bíðið eftir þessari sögu. Ég tala við þig á skypinu næstu helgi og segi þér söguna.
Svo getum við þá bara haft kósý í Útlhlíðinni ;)
Heyrumst þá. túddelídú :D

8:36 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim