23.11.2005

álög

Það fylgja mér einhver iðnaðarmanna og viðhaldsálög. Síðustu 6 árin hef ég varla verið flutt í nýtt húsnæði þegar það mættir bíll dekkhlaðinn af stillönsum, verkfærum og iðnaðarmönnum. Þetta hefur gerst með öll fjöbýlishús sem ég hef búið í síðan 1999.
Í gær vaknaði ég og fór úldin á náttfötunum inní eldhús þar sem mér var heilsað með brosi af iðnaðarmanni hinu meginn við gluggann - og ég bý uppá 3ju hæð. Mér brá vitanlega enda hafði enginn stillansi verið þar kvöldinu áður og hvað þá brosandi iðnaðarmaður.
Núna þarf ég að gæta að því að vera sómasamleg til fara og í stuði þegar ég fer í eldhúsið.

2 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Ó mæ!
Heppin að hafa verið í náttfötum.

8:41 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Skemmtilegt að hafa iðnaðarmenn á gluggunum hjá sér, eða hvað...???

8:42 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim