1.12.2005

...þrátt fyrir

Þetta er nú búið að vera alveg hreint ágætur dagur þrátt fyrir að:

Ég hafi áttað mig á því þegar ég var á leiðinni í háttin MJÖG seint og um síðir að ég hafði stein gleymt (og þá meina ég að það hvarflaði ekki að mér í allan gærdag) að ég átti að mæta í skólan klukkan 8 í morgun. Ég reis nú uppúr rúminu klukkan 7 en sá að það var algjörlega tilgangslaust að fara í skólan eins og svefngengill og hallaði mér því aftur. (hvernig í ósköpunum er hægt að gleyma því að eiga að mæta í skólan, hefur ekki komið fyrir mig áður).

Ég hafi óvart kveikt myndarlegt bál í eldhúsinu þar sem ég gætti ekki að bréfpoka sem lá of nálægt gasin. Ef ekki hefði verið fyrir vaskleg viðbrögð hefði húsið örugglega brunnið til kaldra kola.

Ég féll á skít léttu munnlegu dönskuprófi, var eitthvað ferlega utanvið mig og sagði bara einhverja vitleysu í staðin fyrir það sem ég átti að segja. Það er eins gott að vera með einbeytninguna í lagi þegar ég fer í munnleguprófin í CBS, þetta lofaði nú ekki góðu í kvöld.

Gaman að lifa, gott að vera til!

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim