13.12.2005

Ég get þetta alveg, þurfti bara að læra það!

jæja það hafðist, náði prófi nr. 2 og það ágætlega. Það ætti að hafa svona æfingu í nýjum prófaðferðum til að koma í veg fyrir að kunnáttuleysi í prófaðferð verði ekki til þess að ágætis námsefnis kunnátta týnist í aðferðinni. Ég er nefnilega búin að hugsa mikið um þetta próf og ég átti sko ekki skilið að falla.
Núna er ég að leita að einhverju nógu lélegu í sjónvarpinu til að leggja mig yfir, svaf nefnilega sama og ekkert í nótt. Ég skildi lengi vel ekkert í því af hverju ég gat ekki sofnað og fattaði svo að einhversstaðar innst inni var ég hrædd um að týna því sem ég kunni í svefninum, hahaha (mér leið nefnilega þannig fyrir/eftir síðasta próf). Mér fannst ég nú svoldið sturluð þegar ég fattaði þetta en það varð til þess að ég náði loksins smá kríu. Alveg merkilegt hvernig þessi heili virkar!!!

Planið næstu daga:
Leggja mig yfir lélegu sjónvarpsefni
Læra og fara í dönskutíma
Horfa á meira lélegt sjónvarp í kvöld
Á morgun frí frá lærdóm en vinna upp tölvupósta, þrif, þvott og annað sem hefur setið á hakanum og svo...
læra
læra
smá stuð
læra (skrifaði fyrst óvart Lára - Lára við tölum saman á laugardag :) )
smá stuð
læra
pakka
læra
Í bæinn með Öldu systur
próf
til Íslands
Reykjavík
Jól

Váááá hvað ég er skipulögð, tíhí

meira seinna...

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Frábært að þér hafi gengið vel.
Tölum svo saman á eftir, ég var að fá sumarvinnu... frekar hamingjujsöm með það bara.

4:12 e.h.  
Blogger Heiða sagði...

Þér er boðið á opnun hjá Hellvar í Suðsuðvestur á Hafnargötunni í Keflavík, laugardaginn 17.12.2005 klukkan 15:00.Sýningin stendur til 6.1.2006.Taktu með vini ;-)

11:50 e.h.  
Blogger Lára sagði...

heheheh

10:03 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim