17.12.2005

Pólitískt réttlæti

Í gær var planlagt stuð og það tókst með eindæmum vel. Fór út að borða með stórskemmtilegu fólki. Kynntist viðhorfi kínversk kunningja míns til Tíbets sem er svo sannarlega ólíkt því viðhorfi sem almennt ríkri hér á vesturlöndum. Honum fannst það hreinlega sprenghlægilegt að Dalai Lama skuli hafa unnið til friðaverðlauna. Ég fékk líka kennslu í "pólitísku réttlæti" í Kína, t.d. hvernig lögin ákveða hversu mörg börn fólk má eignast, ekki svo einfalt. Það er alveg stórmerkilegt hvað heimurinn er margbreytilegur og alveg furðulegt að fólk skuli ekki setjast oftar niður og virkilega hlusta á hvert annað þó það sé ekki alltaf þægilegt.

1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Já, þetta er ótrúlegt alveg.
Sjáumst fljótlega.

10:07 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim