9.2.2006

Gestir

Það er orðið léttara yfir ljóninu, nágrana mínum, veit samt ekki hvort það sé algilt.

Margt skemmtilegt búið að gerast en það hefur ekki ratað hingað inn.

Fékk góða gesti í vikunni. Mánudagskvöld og þriðudagur fóru í túristaleik. Það var mjög notalegt, langt síðan ég hef gengið eins mikið um í miðborginni. Sumt hafði ég ekki séð síðan í haust og er gaman að sjá túristastaðina í vetrarbúiningi.
Seinni gesturinn fór ekki í túristaleik heldur voru heimsmálin rædd hér heima í stofu.

Mig langar til að vera túristi einhversstaðar þar sem er hlýtt, bjart og notalegt að ganga um og skoða e-ð áhugavert.

Eitt af því sem gerir það öðruvísi að búa í Kaupmannahöfn og Barcelona er mikil nálægð við íslendinga. Annað eru tíðari heimsóknir frá Íslandi sem er bara skemmtilegt.

Það sem er hinsvegar líkt með Kaupmannhöfn og Reykjavík eru langir vetur.

Ég þakka góðum gestum fyrir innlitið.

3 Ummæli:

Blogger Heiðrún sagði...

er danski vetrargráminn að ná tökum á þér?

9:35 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Já, svei mér þá, þetta er nú bara ekki eðlilegt.

10:35 f.h.  
Blogger Lára sagði...

Mér finnst það líka...

8:58 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim