20.6.2006

Bremen

Fattaði það áðan á meðan ég var að horfa á auglýsingu fyrir niðurgangslyf að það er langt síðan ég hef verið hér. Þessi lyfjabransi er nú allsvakalegur þegar lyfjafyrirtækin eru farin að búa til flottar auglýsingar fyrir niðurgangslyf - allt á að selja, græða, græða, búa til lyf sem auðvelt er að selja í staðin fyrir að einbeyta sér að því að finna lyf við alvöru sjúkdómum. Viagra og appelsínuhúðabanar það er það sem hægt er að græða á.
Annars bauðst mér nokkuð óvænt í sumarfrí, svona fyrirfram er þetta óvæntasta og furðulegasta sumarfrí sem ég hef farið í, því ég er á leið til Bremen í Þýskalandi. Svona er lífið nú svakalega ófyrirsjáanlegt, aldrei hefði mér dottið til hugar að ég ætti eftir að fara til Bremen. Margir spyrja sig kannski, hvað í ósköpunum gerir maður í Bremen? Ég svara: hef ekki hugmynd, en get vonandi svarað eftir helgi.
Bremen! (ég get ekki einu sinni sagt nafni án þess að brosa)

4 Ummæli:

Blogger Heiðrún sagði...

ég er einmitt að velta fyrir mér að fara í sumarfríinu mínu til Kiel, veit ekki baun hvað hægt er að gera í Kiel, en get samt sagt nafnið broslaust, enda óendanlega alvarleg alltaf hreint!

9:15 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Ef það er óhætt að fara til Bremen ætti að vera í lagi að fara til Kiel.
Kiel, það hljómar nú frekar kúl!

9:31 f.h.  
Blogger Heiða sagði...

Hef komið til Kiel, þar eru pönkarar sem hanga við gosbrunnatorg í miðbænum! Snilldarbær, fékk Ninu Hagen-diskinn minn þar á 15 mörk eða eitthvað. Bremen er áreiðanlega svona Lederhosen og FoKuHiLa hárgreiðslur (Front Kurst Hinter Lang, eða stutt að framan sítt að aftan) Jeeeeeeei! Langar til Bremen.

2:08 e.h.  
Blogger Sif sagði...

FoKHiLa og lederhosen hljómar mjög vel, sér í lagi ef við bætum við illa hirtu yfirvaraskeggi!

9:57 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim