18.7.2006

Kúkur

Þá er ég loksins komin með nettengingu sem ræður við bloggfærslur...
Það er búið að vera áhugavert að vera í Keflavík undanfarið. Minningar úr barnæsku hafa komið upp í hugann. Um daginn gekk ég í gegnum skrúðgarðinn og var að velta fyrir mér hvað hann var miklu flottari og stærri í gamla daga, áður en hluti af honum var tekin undir viðbyggingu sjúkrahússins. Þá varð ljóslifandi minningin um að hafa kúkað á bak við runna sem voru þarna í einni brekkunni. Ég mundi líka hvað mér var rosalega mál að kúka þennan dag og hversu gott það var að sleppa við að gera í buxurnar. Svo mundi ég líka hversu flugurnar voru fljótar að koma sér fyrir á kúknum því ég hafði ekki vit á að krafsa yfir hann. Frumþarfirnar geta svo sannarlega verið eftirminnilegar.

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

ég á eins minningu ;-). Mmmm það er ekki nema von að það var mikill gróður þar í denn...
kv.Jóna Gréta

7:03 e.h.  
Blogger Sif sagði...

hahaha, ég sem hélt að ég væri sú eina sem hefði kúkað í skrúðgarðinum.

6:06 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim