1.11.2006

Ég er með

Ég er með frunsu og hor í nefinu
Ég er með astma og slím í lungunum
Ég er með hamborgara, hnetur og súkkulaði í maganum
Ég er með sól í hjartanu

Ég skrapp aðeins til útlanda um helgina, var veik helmingin af tímanum og minna veik og himinlifandi hinn helminginn. Ég elska að ganga um götur borgar sem iðar af lífi og fjölbreytileika. Ég er sannfærðari um það nú en nokkru sinni að það hentar mér illa að búa og starfa í Keflavík city. Ég stend samt sátt við þá ákvörðun mína að vera hér fram eftir næsta ári... sannfærð um að einhver stórborgin bíði mín áður en langt um líður.

3 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

New york kannski :).......já eða Stokkhólmur

knús Aldís

12:56 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Nú lýst mér vel á þig!

1:06 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

hey hvernig er með þetta símanúmer sem þú gafst mér... Þú svarar aldrei...;) Láttu nú heyra í þér við tækifæri. Er búin að berast stórar fréttir af þér en vantar að heyra í þér og sjá þig. Hey já, svo er ekki svo langt í bíltúr á Selfossið góða...;c) Og nóg pláss hjá mér.

Knús, Liljan

11:26 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim