11.10.2006

Órar um fæðutegundir

Nú er ég komin niðrí hámark 1 skál af kókópuffsi á dag. Hinsvegar er erfitt að komast í gegnum daginn án spægipylsu og appelsínu. Merkilegur fjandi.

Þar sem ég held að ég verji hverjum einasta dropa af hugmyndaflugi í vinnunni þykir mér líkilegt að ég breyti þessari síðu tímabundið í "óra um fæðutegundir", það virðist vera eina sviðið sem mig skortir ekki hugmyndaflug.

5 Ummæli:

Blogger Heiðrún sagði...

Þú ættir að ráðfæra þig við hana Aþenu. Mér skilst að hún hafi merkilegar hugmyndir um samsetningu fæðutegunda!

12:30 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Hehehe... gerðu það!

1:13 e.h.  
Blogger Sif sagði...

vel til fundið, ég kíki við fljótlega hjá henni og ræði málin

3:41 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Á meðan ég man það nýjasta; soðnar kartöflur með rifsberjageli og tómatsósu, sem er reyndar Írenu uppskrift.

5:59 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Ummmm, hljómar vel. Ég þarf greinilega að fara að ræða við þessar stelpur.

7:35 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim