25.3.2007

Enn ólétt

Ég er að hugsa um að hafa þetta sem titil á öllum mínum færslum þar til hann hættir að vera sannur. Ég er reyndar ósköp lítið óþolimóð ennþá. Síðasta vika hefur farið í að vera með flensu og mest öll orka mín í það að ná andanum á milli hóstakasta og snítinga. Það er lán í óláni við a.m.k 8 daga flensu á 39. viku meðgöngu að mig langar óskaplega lítið að eignast barn á milli hóstakasta.
Í gær fór ég á Selfoss að kveðja góða konu. Þórunn systir hans Heiðars fósturpabba dó úr krabbameini fyrir rúmri viku og hafa nú báðir feður mínir misst systir úr þessum hörmulega sjúkdóm á innan við 2. mánuðum.

Ég verð alveg matvana þegar ég reyni að skilja hversvegna það hefur ekki fundist lækning við svo mörgu og af hverju meiri tíma og fé er ekki varið í rannsóknir og þróanir á lyfjum á sama tíma og óhemju fé er enn varið t.d. í hergagnaframleiðslu og í betri geimför.
En það er náttúrulega svo margt sem við vitum ekki né skiljum. Ég meina það er ekki einu sinni vitað fyrir víst hvað það er sem kemur fæðingu af stað, merkilegt nokk. Það er allavega á hreinu að við komum í þennan heim og kveðjum hann á einn veg eða annan og hver við erum og það sem við gerum þess á milli er það sem okkar er minnst fyrir.

Nú ætla ég að fara að reyna að kaupa það sem mig vantar í Sushi til að seðja ósegjanlegri þörf og fara svo í slökun í von um að barnið líti á það sem boðskort út í hinn ytri heim.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

gaman að fylgjast með þér Sif mín
kv
sandra dögg

2:16 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim