Hungur
Ég hef ekki hugmyndaflug lengur í þetta endalausa hungur sem herjar á mig.
Ég hlakka ekki lengur bara til að eignast barn heldur hlakka ég til að hætta að vera ólétt, mér finnst það ekki lengur gaman. Náttúran sér alveg um að konan sé tilbúin að annast barnið með því að gera meðgönguna of langa. Barnið var tæknilega séð tilbúið að fæðast í heiminn fyrir viku síðan samt sem áður er líklegast að það láti ekki sjá sig fyrr en eftir rúmar 2 vikur og svo verður það sótt ef það verður ekki komið eftir 3.
Annars get ég ekki kvartað mikið, ég er hress og hraust og get ennþá gripið um tærnar á mér en ég hlakka mikið mikið til að sofa á bakinu og maganum og hlaupa um og hoppa og skoppa.
Það er svo margt sem mig hungrar í.
Ég hlakka ekki lengur bara til að eignast barn heldur hlakka ég til að hætta að vera ólétt, mér finnst það ekki lengur gaman. Náttúran sér alveg um að konan sé tilbúin að annast barnið með því að gera meðgönguna of langa. Barnið var tæknilega séð tilbúið að fæðast í heiminn fyrir viku síðan samt sem áður er líklegast að það láti ekki sjá sig fyrr en eftir rúmar 2 vikur og svo verður það sótt ef það verður ekki komið eftir 3.
Annars get ég ekki kvartað mikið, ég er hress og hraust og get ennþá gripið um tærnar á mér en ég hlakka mikið mikið til að sofa á bakinu og maganum og hlaupa um og hoppa og skoppa.
Það er svo margt sem mig hungrar í.
3 Ummæli:
Að sofa á bakinu er ofmetið. Maður hrýtur bara.
Úff, ég man... þú átt allavega minn skilning. Heiða
Flest af því sem við þráum í lífinu er ofmetið og hefur fylgikvilla.
Núna þrái ég að hrjóta!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim