Prumpulykt
Það hefur aldrei vafist fyrir mér að prumpa, það er nokkuð sem hefur reynst mér mjög auðvelt. Hingað til hef ég getað losað mig við loftið á nokkuð hljóðan og lyktarlausan hátt. Undanfarið hefur loftlosun mín færst óþarflega mikið aukana og bæði hljóð og lykt einnig aukist jafnt og þétt. Nú er svo komið að ég er ekki í húsum hæf. Ég veigra mér næstum við að fara út í búð og þegar verst lætur er lyktin svo slæm að ég er orðin dónaleg gagnvart sjálfri mér. Ef ég á bágt með að vera í minni eigin prumpulykt hvernig get ég þá boðið öðru fólki upp á hana?
Ég vona að þetta sé tímabundið en ekki viðvarandi ástand því annars verð ég bara ein það sem eftir er með rassinn út um gluggann.
Ég vona að þetta sé tímabundið en ekki viðvarandi ástand því annars verð ég bara ein það sem eftir er með rassinn út um gluggann.
7 Ummæli:
Gud minn gódur, hvad ég er fegin ad thú ert flutt!!! Ég gæti ekki stadid í svona prumpuveseni. Var gift í mörg ár og fékk nóg...
Gleymdi afmælinu thínu.....til hamingju, gamla mín.
Bwahahahaha... þú gætir drepið mig! Ein... með rassinn út um gluggann. Hahahahaha!
Mundu bara eftir að segja afsakið.
já, afsakið!!!
Ég væri sáttari við að drepa þig úr hlátri en úr prumpulykt Lára mín. En þar sem hláturinn er sagður lengja lífið hef ég ekki áhyggjur í bili ;)
hvurnig er það eiginlega, fer ekki að koma að barneignum í prumpulandi?
jújú, barneignin fer að skella á. Ég er búin að byðja barnið voða vel að koma í heiminn á sunnudaginn kl 15:15 en treysti því ekki að það svari kalli mínu. Eina sem ég er nokkuð viss um er að það komi næstu 4 vikurnar
Þessi færsla er nú farin að lykta....(Að kasta steinum úr glerhúsi:)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim