28.3.2007

Vorið er komið, eða var það lóan, æ...

Fréttin sem tröllreið þjóðinni í gær var að lóan væri komin. Héldu fjölmiðlamenn upp til fóta ekki vatni fyrir þessum miklu fréttum og kepptust fréttastofurnar sem mest þær máttu við að sannfæra landsmenn að þar með væri vorið komið, ekki lýgur lóan!!!
Við erum svo fyndin og forpúkuð oft, við íslendingar. Sama dag og við vöknum upp við alhvíta jörð og skíðasvæði reykvíkinga eru opnuð eftir hlé, þá er hafin áróðursbarátta við að sannfæra þjóðina um að "vorið sé víst komið", vegna þess að nokkrir litlir fuglar mæta á svæðið og spáð er 2 stiga hita daginn eftir.
Ég er ekki sannfærð en mér finnst þetta skemmtilegt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim