16.9.2007

að vilja eða ekki vilja!

Þá hefur kvæði mínu verið vundið í kross (eða hvernig sem maður beygir þetta nú :) ) og ég hef verið gerð að A manneskju. Þetta ferli hefur tekið nokkra mánuði og í raun var komið aftan að mér með þetta allt saman og fótaferða tími hægt og bítandi verið að færast nær og nær nóttinni. Í morgun brá mér þó illilega í brún þegar ég vaknaði nokkuð hress kl. 6:30, já ég sagði 6:30. og var búin að fá mér morgunmat, fara í sturtu, gera okkur mæðgur klárar fyrir veisluferð, skrifa tölvupóst, koma þeirri litlu út í vagn, gera jóga og örugglega fullt annað fyrir kl 10 já, fyrir klukkan 10. Núna er klukkan 21:20 og líkaminn öskrar á hvíld en ég þrjóskast við af gömlum vana, sé ekkert vit í öðru en að vera komin uppí rúm fyrr en í fyrsta lagi uppúr miðnætti. En miðað við reynslu undanfarinna daga veit ég að ég læt undan á næstu 10-15 mín og verð skriðin uppí rúm fyrir kl 10 enda ekki vit í öðru þegar ég er orðin bullandi A manneskja í morgunsárið.

Heyrðu þá er hún komin, syfjan og ég ætla að hlýða henni,
góða nótt

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim