12.4.2007

fín frú

Í gær brugðum við mæðgurnar okkur bæjarleið með Irmu og Þorgeiri sem er í raun ekki í frásögufærandi nema hvað fín frú varð á vegi mínu. Ég lagði þann ósóma fyrir mig að stoppa á börgerkíng til að fá mér feita ameríska hraðmáltíð og fyrir aftan mig í röðinni var frú í fínni kanntinum sem var með fjölskylduna í beinni í símanum að lesa matseðilinn og taka niður pantanir. Frúin góða ætlaði nú mest að fá salöt og baguette borgara. Afgreiðslustelpan sagði henni þá að því miður væri væri baguette brauðið búið hjá þeim. Fína frúin varð þá æfa reið og sagðist hafa borðað á börgerkíng um víða veröld og aldrei lent í öðru eins. Hún bað því næst að fá að tala við yfirmanninn á vakt sem vildi svo illa til að var eldri maður af erlendum uppruna sem var ekki nógu góður í íslensku til að svara svívirðingum þessara veraldarvönu fínu frú.
Það sem ég skil ekki er hvað í ósköpunum fólk er að gera á börgerking ef það vill salöt og samlokur úr baguette brauði.

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Nákvæmlega...

3:47 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim