5.4.2007

Það hafðist

Ég náði nú ekki alveg að eignast barn þarna á laugardeginum en á sunnudaginn komi í heimin þessi líka yndislega stelpa sem hefur fengið nafnið Kristín Björg. Hún var 16 merkur og 52 sm og bara mjög vel gerð á allan hátt. Við komum heim í gær og ég veit eiginlega ekki hvorri okkar finnst það betra. Kristín Björg sefur og drekkur eins og herforingi og er algjör engill. Svo að hún sé nú kona með konum þá er ég að vinna í að gera handa henni síðu sem kemst vonandi í gagnið seinna í dag eða á morgun. Ég hendi slóðinni hér inn.

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Aftur til hamingju með Kristínu Björg, ég mun athuga vefsíðuna nokkrusinnum í dag þar sem mig hlakkar svo til að sjá aukninguna í fjölskylduni. Love Didda

9:42 f.h.  
Blogger Smooth Salvatore Bruno sagði...

Helvíti ert þú hress, komin á fætur og byrjuð að blogga kl. 8:14.
Velkomnar heim, megið þið mæðgur sofa vel um ókomna tíð.

2:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með litlu stelpuna. Flott að allt gekk vel!

Hmm... sunnudagur... 1. apríl! Það gæti nú verið skondið að eiga afmæli þennan dag :-)

Kveðja,
Ásgeir S.

5:41 e.h.  
Blogger Heiðrún sagði...

til hamingju með þetta allt saman til ykkar beggja

11:40 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim