17.7.2007

Á ég?

Ég er mikið búin að velta fyrir mér hvort ég eigi að halda þessu bloggi áfram og þá fyrir hvern. Heimsókir hingar eru afar fáar og ég verð að viðurkenna það að fítbakk fíkill sem í mér býr nennir ekki að vera að halda opna dagbók ef enginn les og kommentar.
Ég ætla að prófa hvort ég næ að henda mér í gang, en það lofar ekki góðu því í augnablikinu man ég ekki eftir neinu sem mig langar að færa ykkur fréttir af nema uppátæki Kristínar Bjargar og hún á síðu fyrir það sjálf.
sjáum hvað setur

6 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Æ, já. Það er svona með fídbakkið. Ég fæ nú ekki mörg komment sjálf, en oftast er maður líka bara mest að blogga fyrir sjálfan sig. Persónulega fæ ég eitthvað út úr því að geta flett upp í lífi mínu og vitað hvað ég var að gera og hugsa í fyrra/hitteðfyrra/síðustu jól....etc. Það eru samt áreiðanlega nokkrir að skoða síðuna þína. Ég kem til dæmis daglega hingað, partur af rútínunni minni.
Love
Heiða

5:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Kíki alltaf við sem hluta af bloggrúntinum á nokkurra daga fresti til að sjá hvort einhverjar nýjar pælingar hafi skotið upp kollinum :-)


Kv.
Ásgeir S.

12:06 e.h.  
Blogger Sif sagði...

Æ takk bæði, það er gott að sjá að einhver les.
Það er rétt Heiða, auðvitað er þetta mest fyrir mig sjálfa, auðvitað. Ég hugsa að ég sjái hvort þokunni fari ekki að létta og mér detti eitthvað í hug annað en brjóstagjöf og bleyjuþvottur :)

7:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég kíki líka reglulega, en er orðin voða löt að skrifa á mínu eigin bloggi.
Dagný

3:52 e.h.  
Blogger Lára sagði...

Sæl´skan...
Mér finnst alveg nauðsynlegt að þú haldir áfram að blogga. Þú ert alltaf partur af rúntinum mínum líka.
Ástarkveðjur, Lára.

10:43 e.h.  
Blogger Smooth Salvatore Bruno sagði...

Halda áfram. Bloggleti er tímabundið ástand.

10:08 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim