2.6.2005

Hasta la vista


jæja, mikið búið að vera að gera og gerast undanfarið;

Náði að klára önnina í skólanum í vikunni og búin að fá einkunir fyrir allt - það borgar sig sko að skila svoldið seint því þá er styttri bið eftir einkunum!

Fékk brét frá Köben, fæ svar frá þeim í næstu viku og gæti þurft að spýta í lóann og finna húsnæði ef ég fæ inni.

Ég missti framan af hnúa í baráttu við garðslöngu, var í klukkutíma úti í garði að vökva og hálftíma seinn byrjaði að rigna!

Ég drap geitungabarn vopnuð rúðuspreyi og rúðuþurkum, sumarið er komið semsé!

Hitta 87 ára gamlan mann sem var að mála húsið sitt klukkan 6:30 um morgun, hress og kátur maður, vona að ég verði svona hress á hans aldri - hlýtur að vera, spirulina og svona!

Við Táta bonduðum feitt í vikunni, erum orðnar perluvinkonur, alltaf gaman að eignast nýja vini!
Um hádegi í dag var ég búin að fara í klukkutíma göngutúr, þvo 5 þvottavélar, þrífa eina íbúð hátt og lágt, borða tvisvar. Síðan þá er ég búin að þvo 2 vélar í viðbót (allar 7 fóru náttúrulega út á snúru í sumarið), fara í búð, endurvinnsluna og ég veit ekki hvað og hvað, jú ég veit, ég er búin að pakka niður í eina stóra tösku og aðra litla. Í stóru töskunni er meðal annars splúnkuný bikiní og í þeirri litlu er flugmiði því ég er nefnilega að fara til Barca eftir sex tíma.

Sumarfrí - Jibbíjei!

(Nýja bikiníið er einhvernvegin svona sumarlegt á litin)

3 Ummæli:

Blogger Heiða sagði...

þetta sem þú gerðir í dag,... ég geri það á einni viku, eða kannski tveimur!!!!

7:57 e.h.  
Blogger Sif sagði...

ég er nú ekki von ad gera svona mikid a einum degi en framleidslan er betri suma daga en adra. Annars er uppskriftin einfold: nypressadur graenmetirssafi med spirulina og graent te i eftirmat... klikkar ekki

10:50 f.h.  
Blogger Heiða sagði...

heyrðu, ertu enn á spáni...en geturu komið með ferðasögu samt?

11:44 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim