bissnesspróf
Í gær fór ég í upptökupróf í faginu sem ég féll í fyrir jól. Ég var nokkuð ánægð með mig, var frekar vel undirbúin og alveg viss um að ég væri nú búin að ná tökum á þessu prófformi. Prófið var bara búið að vara í 2-3 mínútur þegar ég stóð fyrst á gati og ég stóð mig ekkert sérlega vel næstu 15 mínúturnar. Niðurstaðan var að ég rétt skreið og kennarinn og prófdómarinn gáfu mér góð ráð um hvernig ég ætti að undirbúa mig í framtíðinni fyrir munnleg próf. Ég var alveg miður mín og tók bara allri gagnrýninni eins og þau væru einu manneskjurnar sem hefðu rétt fyrir sér í heiminum og gleymdi því sem snöggvast að ég náði 2 svona prófum í desember (þótt það hafi ekki verið bestu einkunnir sem ég hef fengið).
Mér fannst þetta alveg ferlega leiðinlegt en mest skildi ég bara ekkert í því hvernig mér gæti skjátlast svona varðandi undirbúninginn. Ég er nú orðin gamalreynd í skólamálum og nokkuð nösk á að giska á einkunir mínar fyrir fram og er þá yfirleitt svartsýnni en hitt.
Ég velti þessu fyrir mér fram og til baka í gærkvöldi og þegar ég var lögst upp í rúm sá ég ljósið:
Ég hef hingað til mest verið að læra hugvísindi þar sem "leiðin" er markmið í sjálfu sér, niðurstaðan fær mikilvægi sitt út frá þeim tengingum sem maður býr til á leiðinni að henni.
Í prófinu í gær reyndi ég að segja frá því dásamlega ferðalagi sem ég hafði átt um námsefnið en kennarinn stoppaði mig alltaf af og vildi fá að vita hvernig þessi eða hinn greinarhöfundurinn hefði leyst vandamálið sem ég hafði lagt fyrir. Mjög fínar spurningar og jafnvel áhugaverðar. Vandamálið var að ég hafði ekki eitt svar fyrir hvern höfund heldur hafði ég eitt svara byggt á mörgum höfundum. Ég var á skemmtilegu ferðalagi á meðan kennarinn var í spretthlaupi á milli höfunda. Þar sem ég hafði varið nokkrum dögum í þetta ferðalag átti ég mjög erfitt með að taka sprettina með kennaranum undir þeirri tímapressu sem ég var.
Mér létti mjög við að finna út nákvæmlega hvar ég klikkaði í þessu prófi því núna veit ég hvernig ég á að undirbúa mig fyrir síðasta bissness prófið mitt sem er í maí. Mér finnst ég líka allt í einu hafa skilið hvernig fólki er kennt að hugsa í bissness: markmiðið er niðurstaðan, leiðin skiptir minna máli.
Um leið og mér líður eins og ég sé aðeins meira bisness þenkjandi í dag en í gær er ég ótrúlega sátt við það nám sem ég hef að baki. Það er einfaldlega miklu meira spennandi og gefandi.
Mér fannst þetta alveg ferlega leiðinlegt en mest skildi ég bara ekkert í því hvernig mér gæti skjátlast svona varðandi undirbúninginn. Ég er nú orðin gamalreynd í skólamálum og nokkuð nösk á að giska á einkunir mínar fyrir fram og er þá yfirleitt svartsýnni en hitt.
Ég velti þessu fyrir mér fram og til baka í gærkvöldi og þegar ég var lögst upp í rúm sá ég ljósið:
Ég hef hingað til mest verið að læra hugvísindi þar sem "leiðin" er markmið í sjálfu sér, niðurstaðan fær mikilvægi sitt út frá þeim tengingum sem maður býr til á leiðinni að henni.
Í prófinu í gær reyndi ég að segja frá því dásamlega ferðalagi sem ég hafði átt um námsefnið en kennarinn stoppaði mig alltaf af og vildi fá að vita hvernig þessi eða hinn greinarhöfundurinn hefði leyst vandamálið sem ég hafði lagt fyrir. Mjög fínar spurningar og jafnvel áhugaverðar. Vandamálið var að ég hafði ekki eitt svar fyrir hvern höfund heldur hafði ég eitt svara byggt á mörgum höfundum. Ég var á skemmtilegu ferðalagi á meðan kennarinn var í spretthlaupi á milli höfunda. Þar sem ég hafði varið nokkrum dögum í þetta ferðalag átti ég mjög erfitt með að taka sprettina með kennaranum undir þeirri tímapressu sem ég var.
Mér létti mjög við að finna út nákvæmlega hvar ég klikkaði í þessu prófi því núna veit ég hvernig ég á að undirbúa mig fyrir síðasta bissness prófið mitt sem er í maí. Mér finnst ég líka allt í einu hafa skilið hvernig fólki er kennt að hugsa í bissness: markmiðið er niðurstaðan, leiðin skiptir minna máli.
Um leið og mér líður eins og ég sé aðeins meira bisness þenkjandi í dag en í gær er ég ótrúlega sátt við það nám sem ég hef að baki. Það er einfaldlega miklu meira spennandi og gefandi.
10 Ummæli:
Æ, ég er svo svakalega hrædd við allan bissness. Held ég sé með bissnessfóbíu! Þegar ég sé bissness, þá hringi ég bara í þig, og þú kemur og drepur hann, en ég stend upp á stól á meðan og góla, eins og bissnessinn væri könguló...
Þú mátt alveg hringja ef það er bissness light, ef það er hinsveggar hardcore bissness þá hoppa ég bara uppá stól til þín :-)
Prófið í gær sýndi alveg og sannaði að ég á ekkert í stóran bissness...
Alveg er þetta frábært. Við viðskiptafræðinemarnir hér á Bifröst vorum nefnilega að læra viðskiptasiðfræði. Okkur fannst þetta voðalega erfitt allt saman vegna þess að í verkefnunum var ekki neitt eitt rétt svar. Við erum vön að leysa verkefni þar sem það er ein rétt lausn og málið er að finna hana.
Þú ert að upplifa þetta alveg öfugt við
Já, þetta er nefnilega alveg stór merkilegt. Það virðist hreinlega vera grundvallar munur á því hvernig maður les og lærir.
Þó að ég held að ég sé búin að fatta trixið er ég ekki endilega viss um að ég slái í gegn í næsta prófi, en verð vonandi aðeins nær því :-)
Hæ Sif...ekkert um bisness ;-). Sendu mér heimilsifangið þitt svo við getum verið a.m.k. póstkortavinkonur hahahah.
kv. Jóna Gréta
Já fékk addressuna
kv.jge
bissness er bara leiðinlegur
Nema þegar maður veit hvað maður er að gera.
En ég held að það lögmál eigi við alla hluti.
hehe,
svo er það náttúrulega spurning um hvernig fólk velur sér að vita hvað það er að gera á hverju sviði fyrir sig...
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim