Lambakjöt og sól
Fattaði það í dag þegar ég var að borða kjúklingasúpu sem ég bjó til, að ég hef ekki rekið augun í lambakjöt í matvöruverslunum hér á landi. Fór að velta fyrir mér hvort rollur þurfi fjöll til að þrífast!?!?
Kíkti á veðurspánna áðan og þar er mér lofað fullri sól svo langt sem spáin nær að frátöldum morgundeginum þar sem eitt ský er e-ð að þvælast fyrir sólinni. Það besta við þetta er að það sést líka pínu rautt á hitastigslínunni yfir hádaginn.
Svei mér þá ef ég er ekki farin að trúa af alvöru á vorið.
Kíkti á veðurspánna áðan og þar er mér lofað fullri sól svo langt sem spáin nær að frátöldum morgundeginum þar sem eitt ský er e-ð að þvælast fyrir sólinni. Það besta við þetta er að það sést líka pínu rautt á hitastigslínunni yfir hádaginn.
Svei mér þá ef ég er ekki farin að trúa af alvöru á vorið.
3 Ummæli:
Vorið er löngu komið hér... allavegana í bili... spáir víst frosti... kannski þess vegna sem að þú sérð rauðar tölur :)
Hahaha, þið félagsfræðingar eruð svo vitlausir. Auðvitað borða kindur ekki fjöll. Þær lifa á ást og ástin þrífst best í eldfjallaösku. Albert
hahaha, þið jarðvísindafræðingar eru svo fyndnir!
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim