30.3.2006

Meðal fólks

suss suss, ég var búin að lofa mér að vera duglega að skrifa og svo er bara tæknilega kominn þar næsti dagur og ég núna fyrst að átta mig.

Var í strætó í dag þegar konan sem sat fyrir aftan mig í strætónum hóf að smjatta af mikilli innlifun. Það er oft talað um að fólk sem talar í farsíma á almannafæri (og þá sérstaklega það fólk sem tala um einkamál sín hátt og snjallt) sé að draga fólk í kringum sig nauðugt inní þeirra einkalíf. Það er nefnilega svo merkilegt að þegar maður er sestur í sæti í strætó, eða hvaða almannasamgöngum sem er, þá er maður einhvernvegin kominn inná einkasvæði, svæði sem maður hefur eignað sér á meðan á ferðalaginu stendur. Konan í strætó smjattaði af öllum sálarkröftum greinilega án þess að gera sér nokkra grein fyrir því að allir viðstaddir voru orðnir þátttakendur í millibitamáltið hennar.

Ég fór að velta fyrir mér hversu oft ég hef dregið fólk óaðvitandi inní mitt einkalíf á almannafæri. Ég læri t.d. oft í strætó, sérstaklega fyrir dönskuskólann þar sem ég þar að læra setningar utanbókar. Stundum er ég með upptöku og stundum les ég þær bara yfir í huganum (vona ég). Ég dett alveg inní minn eigin heim, í fáránleika setninganna og hvað veit ég nema að í hita augnabliksins eigi ég það til að stynja upphátt eitthvað eins og: "Den jyske vestkyst er barsk, men imponerende" eða "Jeg arbejder som sygeplejerske på fødeafdelingen" (birt með góðfúslegu leyfi KISS sprogcenter, hahaha).

Það er gaman að búa meðal fólks.

4 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

híhíhí... ég sé þig alveg í anda.

10:54 f.h.  
Blogger Heiða sagði...

Ótrúlega gaman í stætó! Held ég hafi skilið seinni setninguna: Ég vinn sem hjúkka á fæðingardeildinni....fyrri gæti þýtt: Kossar frá Jótlandi eru villimannslegir, en áhrifamiklir...hahahha dansk er et meget fyndið sprog.

11:25 f.h.  
Blogger Arnar Thor sagði...

Skemmtilegt í strætó...ég raunar þarf alltaf að berjast við svefninn ef ég sest í strætó. Oft þó ég sé svona tiltölulega úthvíldur. Veit ekki hvað þeir hafa í þessum sætum, en það amk svæfir mig.

kv.

Arnar Thor

1:27 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

skemmtileg pæling hjá þér
alltaf gaman að fylgjast með þér sif mín
hafðu það best

10:06 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim