strákurinn í ísbúðinni
Í dag fór ég í bestu ísbúð í heimi. Á undan mér í röðinni var uþb 12 ára strákur. Hann keypti sér ís fyrir 470 krónur og setti 30kr afgang sinn í bauk fyrir barnaspítala hringsins. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvað þetta væri góður strákur og hrósaði honum fyrir framtakið, hann sagði ekkert. Síðan datt mér í hug hvort hann hefði ekki nennt að vera með klink í vasanum og sú tilhugsun skelfdi mig.
Niðurstaðan er sú að það er ekki hægt að lesið eingöngu úr hegðun fólks.
Niðurstaðan er sú að það er ekki hægt að lesið eingöngu úr hegðun fólks.
2 Ummæli:
Já... það er naumast! Bara líf í tuskunum hérna!
Mér finnst gaman að þú sért farin að skrifa aftur. Sé þig vonandi fljótlega kæra vinkona. Sorry að ég skildi ekki hafa sent þér uppskriftina. Sko, ég fann hana ekki... en skal sko svoleiðis finna hana fyrir þig einn daginn :)
heldurðu að ég hafi ekki fundið hana og búin að búa til súpu og borða með fullt af fólki og er að fara að borða meira í kvöld.
Takk samt kærlega, ég skal senda þér uppskriftina ef þér vantar
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim