19.11.2006

englasnjór

Slenið hefur algjörlega heltekið mig undarnfarna 2 mánuði. Ég hélt að það væri bara endalaus flensa en svo minntist ljósan á járn skort við mig á þriðjudaginn og ég fór strax og undir eins og fjárfesti í slíku. Viti menn, ég reis á þriðja degi aftur upp frá máttleysi og þreytu. Krafturinn var ótrúlegur á fyrstu 2 orkudögunum mínum, hef verið aðeins latari síðan sökum kulda.
Í dag fylltist ég svo þakklæti fyrir allan kuldann undanfarið því ég varð ekki vitundarögn pirruð yfri snjónum. Mér finnst snjórinn fallegur og saklaus. Ég dreif mig út í göngutúr.

4 Ummæli:

Blogger Heiðrún sagði...

mig langar í snjó!

10:45 f.h.  
Blogger Sif sagði...

þú mátt alveg fá smá, nóg er til

12:50 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með bumbubúann. Er búinn að vera að bíða eftir því á blogginu þínu, að þú minntist eitthvað á óléttuna. Ég segi aftur og skrifa TIL HAMINGJU........ og gott framtak hjá þér.
Sjáumst vonandi um jólin.
Kveðja,
Dagný

4:02 e.h.  
Blogger Sif sagði...

ég þakka góðar kveðjur Dagný, mér líður hreinlega eins og ég hafi unnið gull á ólympíuleikunum eftir hamingjuóskir þína, haha.
Við sjáumst vonandi sem fyrst.

10:02 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim