7.1.2007

menningarmunur?

viðskiptavinur: Góðan dag
afgreiðslustelpa: Góðan dag
viðskiptavinur: hvernig langlokur áttu?
afgreiðslustelpa: æ, ðúvist, bara svona allskonar
viðskiptavinur: með hverju eru þær?
afgreiðslustelpa: sko, bara ðuvist, svona skinku og beikoni og svona ðuvist.
viðskiptavinur: geturðu sagt mér hvað er á langlokunum svo ég geti ákveðið hvernig ég ætla að kaupa.
afgreiðslustelpa: sko, ðúvist, þú getr sko alveg bara valið sjálf ðuvist, við búmðær til hér og eigum allskonar til að setja áðær.
viðskiptavinur: frábært ég ætla að fá eina með...

3 Ummæli:

Blogger Smooth Salvatore Bruno sagði...

Segðu mér að þú hafir ekki orðið vitni af þessum samræðum...

12:09 f.h.  
Blogger Lára sagði...

Tjéhéhéhé! Ussusssuss... Mér finnst þetta sorglegt en líka dálítið fyndið. Sorglegt fyrir það að kannski er þetta það sem koma skal frá arftökum okkar; láta sig ekkert skipta máli og eru bara ðúst eikka slæpast og eikka... En fyndið af því að ég trú því tæplega að þetta sé dæmigerð hegðun og að þessi karakter sé bara eitthvað "Cheech and Chong´alike".

11:15 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Jújú, Smoothy ég var "viðskiptavinur".

Þetta er nú sem betur fer undantekning og ég held að flestir arftakar þessarar þjóðar sé frábært fólk.

4:20 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim