Súpan
Ég geri gjarnan grænmetissúpu sem er hið mesta lostæti. Þrátt fyrir að súpan sé alltaf sérlega góð geri ég undantekningarlaust alltof alltof mikið af henni og enda yfirleitt á því að bjóða fólki í mat og henda restinni.
Í dag þegar ég var að búa til súpuna datt mér þjóðráð í hug: að nota minni pott.
Í dag þegar ég var að búa til súpuna datt mér þjóðráð í hug: að nota minni pott.
2 Ummæli:
það er snilld! 'Eg heyrði einu sinni um konu sem sauð alltaf kjötsúpu í þremur pottum. Einhverju sinni spurði svo mamma hennar, sem þá var orðin gömul kona, hvers vegna hún bæri sig svona að og þá sagði hún að svona hefði hún (mamman) alltaf gert það og svoleiðis ætti því að sjóða kjötsúpu. Mamman benti henni þá á að hún hefði bara aldrei átt nógu stóran pott!
hahaha, pældí´þí Úff hvað ég er fegin að ég beið ekkki til fimmtugs með að fatta þetta.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim