17.12.2006

Jólatréið

Ég hef eignast mitt fyrsta jólatré og er algjörlega hugfangin. Ég er sannfærð um að þetta er fallegasta jólatré í heimi. Já, ég varð svo uppmeð mér á meðan ég var að skrifa þetta að ég ákvað að smella barasta af því mynd:



Annars er þetta jólatré í stærra lagi, bæði er það mjög mikið um sig (eins og eigandinn) þannig að það tekur stóran hluta stofunnar og eins er það einnig mjög lágreist (eitthvað annað en eigandinn) þannig að það komast ekki margir pakkar beinlínis undir það. En fullkomið er það og mér finnst ég ógurlega fullorðin eftir að hafa fært jólin svona í hús. Um daginn bakaði ég líka, og á föstudaginn eignaðist ég fyrsta jóladiskinn minn, já og um daginn bjó ég til minn fyrsta aðventukrans (hann sést líka á myndinni) ég hef bara aldrei verið svona jólaleg, ha.
Ég er jólastelpan í ár, það er ekki spurning.



1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Þetta er allt saman gullfallegt... eins og eigandinn.

11:03 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim