langar
Mig hefur langað í brauð með hnetusmjöri og sultu í marga marga daga en man aldrei eftir því að eignast hnetusmjör. Í morgun vaknaði ég með þá skýru hugsun að nú ætti ég hnetusmjör, ég sá það meira að segja fyrir mér í ískápnum og það eina sem fékk mig framúr var tilhugsunin um að fá loksins loksins brauð með hnetusmjöri og sultu. Hvílík vonbrigði þegar ég var búin að leita af mér allan grun og fékk bara brauð með osti og gúrku.
Í dag ætla ég að eignast hnetusmjör.
Í dag ætla ég að eignast hnetusmjör.
3 Ummæli:
væri ekki nær að reyna að eignast barn! hahahah
hahaha
ég er voðalega mikið að reyna það líka en gengur hægt. Það styttir biðina að eignast dót sem ég ræð sjálf hvenær ég eignast.
Ég er búin að semja við barnið um að koma bara núna á eftir. Ég bíð spennt.
MMmmmmmm.... Þegar ég kom heim úr skólanum í gær fékk ég mér samloku með þykku lagi (báðu megin) af crunchy hnetusmjöri með rifsberjageli í millinni. Það var ekkert minna en dásamlegt.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim