Draumurinn
Í nótt dreymdi mig að ég væri í heimsókn hjá vinkonu minni. Hún hafði gefi Kristínu 2 alveg eins kjóla, annan of lítinn en hinn of stórann. Það var fleira fólk þarna í heimsókn. Þegar ég fór að gera mig klára fyrir heimferð spurði vinkonan mig önug hvort ég ætlaði ekki að þrífa gólfin áður en ég færi. Ég svaraði því til að ég væri nú búin að vaska upp og laga svoldið til en mér ditti ekki til hugar að fara að þrífa gólfin hjá henni þar sem ég nennti ekki einu sinni að þrífa gólfin heima hjá mér. Þá horfði hún á mig og sagði með mikilli fyrirlitningu; einmitt það!
1 Ummæli:
Hahahaha!Einmitt það...
Heiða
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim