23.9.2007

Hún húsmóðirin ég

Puttarnir á mér hafa verið að skrælna upp undanfarið. Þeir springa og verða sárir og stundum blæðir úr einstaka. Ég nefndi þetta við lækni fyrir nokkrum vikum og hann sagði mér bara að vera dugleg að bera handáburð. Ég hef verið mjög dugleg við að bera handáburð og samt eru puttarnir bara verri ef e-ð er. Ég ákað að flétta í hinni mætu bók Hverju svara læknirinn til að athuga hvað þar væri að finna um skorpna putta. Þar var lýsing sem átt vel við puttana mína og var sjúkdómsheitið -húsmæðra fingur-
Ef þetta er formleg víglsa í húsmæðrahlutverkið þá gef ég ekki mikið fyrir það

4 Ummæli:

Blogger Smooth Salvatore Bruno sagði...

Penzim lagar allt svona...

8:44 f.h.  
Blogger Sif sagði...

Er búin að prófa það, virkar ekki. Er búin að prófa ansi ýmislegt og verð að segja að þessi húsmæðrakrankleiki er farin að setja mark á budduna mína og samt eru puttarnir jafn skorpnir

9:52 f.h.  
Blogger Lára sagði...

Hann afi minn var með mjög þurra fætur. Hann setti nú bara ólivuolíu á þá. Annars finnst mér alltaf best að nota ekki neitt... harka þetta bara af mér en nota reyndar gúmmíhanska við uppvaskið og þess háttar. Ég er nú ekki alveg að segja satt. Ég nota Atrix handáburð á hverju kvöldi og ber líka á olnbogana eins og Debra í Everybody loves Raymond :)
En húsmæðra fingur þekki ég og tengi þá mikið við tíðan handþvott og vatnssull.

10:46 f.h.  
Blogger Sif sagði...

tja, ef ég gerði ekki neitt þá þyrfti sko engan rauðan matarlit til að búa til afskorna snakk fingur :)
ég lít bara á þetta jákvæðum augum og sem tækifæri til að fara að dekstra við henurnar á mér :)

1:44 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim