27.9.2007

Í sumarfríi

Þá er ég búin í fæðingarorlofi og ætli megi ekki segja að ég sé byrjuð í sumarfríi. Allavega verður það orlofsgreiðsla sem ég lifi af fram að áramótum.

Mér finnst það alveg hrópandi óréttlæti að hún Kristín mín hafi ekki sama rétt og flest önnur börn og hafa foreldri heima hjá sér til 9 mánaða aldurs. Það er alltaf verið að tala um rétt barna þetta og hitt en þegar kemur að einhverju eins og fæðingarorlofi þá er réttur barna ekki mikils metin. Ef pabbi hennar Kristínar væri dáinn þá fengi ég fæðingarorlof í 9 mánuði en af því að hann býr erlendis þá fæ ég bara 6 mánuði þrátt fyrir að hann eigi hvergi rétt. Mér finnst að ÖLL börn eigi að hafa sama rétt, ekki bara flest. Mér finnst alveg ömurlegt að þurfa að setja hana svona litla til dagmömmu, þrátt fyrir að vera svo heppin að hafa fengið dagmömmu hálfan daginn eins og ég kaus helst.
Núna er ég bara þakklát fyrir að hafa verið í fæðingarorlofi yfir sumartímann þannig að ég get verið heima hjá henni hálfan daginn eitthvað áfram.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim