4.2.2008

allt að gerast

Og gleðilegt nýtt ár.... aldrei of seint fyrir góðar kveðjur.

Það sem af er þessu ári hefur verið með eindæmum viðburðaríkt og skemmtilegt.

Byrjaði árið á því að fara í 2 vikna fimmtugsafmæli til Kanarí með röskum hópi fólks. Ferðin var í alla staði hin besta og ég kom heim með töluverða sól í hjarta og hita í kroppnum.

Síðan er ég búin að ráða mig í vinnu vestur á Tálknafjörð þar sem ég ætla að vera alltmúlíg kona á hreppsskrifstofunni. Verkefnin þar hljóma mjög spennandi og ég hlakka til að bretta upp ermarnar og fara að vinna launað starf að nýju.

Jú, og svo hef ég hafið heilsuátak með miklum látum. Hef tekið upp nýja matarsiði með hjálp hinna dönsku ráðgjafa og það hefur verið voðalega auðvelt og 4.9 kíló fokin á 2 vikum.
Við erum allavega einar 4 úr Kanaríeyjaferðinni sem að höfum ákveðið að venda okkar kvæði í kross og mér reinknast til að fokin sé vel rúmlega ein Kristín Björg af óþarfa kílóum á 2 vikum hjá okkur. Mér finnst það nokkuð skemmtilegt. Ég er nú eiginlega búin að lofa að láta vita hvernig gegnur með nýju matarsiðina þannig að kannski verður þetta að æsi spennandi framahaldssögum um kílóin sem fjúka :)

þar til næst...

6 Ummæli:

Blogger Heiða sagði...

Til hamingju með heilsuátakið og árangurinn!!! Ég er hætt að éta sætindi, en Sverrir bauð fólki að vera samferða sér til Páska. Líst vel á að hætta öllu nammi og sætabrauði og óþarfa rusli. Jamm, ekkert namm.

2:29 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með árangurinn.
Hjá mér fóru 1,8 og því 2,9 samtals. Ekkert miðað við þig, en ég er samt mjög sátt. Við ættum að reyna að skiptast eitthvað á uppskriftum ef við eldum eitthvað sem okkur líkar vel.
Baráttukveðja,
Dagný

2:36 e.h.  
Blogger Sif sagði...

takk takk báðar,

við stöndum okkur eins og hetjur Dagný :)
ég á eitthvað af uppskriftum líka í word, reyndar flest á einhverjum útlenskum reyndar en ég get sent þær á þig ef þú sendir mér netfangið þitt

3:03 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Netfangið er de@vegagerdin.is
Ég ætla að prófa eina uppskrift í kvöld sem ég fann á holta.is, sem sagt kjúllauppskrift með miklu grænmeti. Ef hún lukkast vel skal ég senda þér hana, en þá þarf ég líka netfangið þitt.
Gangi þér vel áfram í átaki og nýju starfi.

3:01 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Í gær setti ég í eldfast mót, rófur, gulrætur og blaðlauk, smátt skorið og kryddaði með grófu sjávarsalti og piparblöndu. Ég hafði þetta í ofninum í 40 mín. hrærði nokkrum sinnum og borðaði þetta með ofnbökuðum fiski (ýsa og sítrónupipar vafið inn í álpappir og inn í ofn í ca 10-15 mín. Þetta var mjög gott, kom reglulega á óvart. Það þarf samt að passa að hafa það vel ríflegt, því það rýrnar um ca. helming í ofni. Gerði svo sósu úr sýrðum rjóma, hvítlauksmauki (hálf tsk.) salti, pipar og agúrku ummmmmmmmmmm.

11:54 f.h.  
Blogger Sif sagði...

takk fyrir það Dagný, hljómar alveg ótrúlega vel, umm umm ummmmmm, prófa þetta bara strax á morgun

10:21 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim