19.2.2008

smörstykki til viðbótar

Mér finnst ógeðslega gaman þegar ég sé að einhver frá Japan eða Venesúela hafa skoðað þessa síðu. Vissuð þið það annars að Venesúela er síðast í stafrófröðinni af löndum latnesku Ameríku (og segið svo að það sé ekki lærdómsríkt að spila trivial).
Undanfarnir dagar og reyndar vikur hafa einkennst af pestum af allskonar tagi hér á þessu heimili. Litla krílið hefur mest fengið að finna fyrir því, ég hef sloppið furðu vel fram til þessa. Af þessum sökum tók ég dönsku vini mína ekki nægjanlega mikið til fyrirmyndar í síðustu viku þar sem ég bæti við mig mat til að geta búið til næga mjólk í lítinn maga sem þoldi illa annað en mömmumjólkina. Ég var alveg búin að sætta mig við að standa bara í stað í viktuninni í gær en viti menn enn fuku 500 gr, eitt smjör stykki þar :) þá eru rúm 6 kg farin. Ég held svei mér að ég geti verið búin að koma mér í pre-óléttu þyngd mína fyrir páska. Það væri nú algjör draumur, vúhú.
Baráttukveðjur til ykkar hinna ;)

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með það.
Rúmt smjörlíkisstykki hjá mér, eða 600 gr. Ég var alveg hissa þar sem ég sukkaði soldið um helgina, fékk mér rauðvín og steik og fleira. USS skamm Dagný

3:05 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim