9.9.2008

Kennslukonan ég

Í dag gerðist ég kennslukona enn og aftur. Mér fannst það furðu gaman. Ég var eiginlega búin að telja mér í trú um að það væri barasta ekkert skemmtilegt. Ég hefði nú getað sagt mér það sjálf að það yrði voða gaman því að börn eru ekkert annað en snillingar. Núna hlakka ég til að vakna 3 morgna í viku til að kenna 1-4 bekk í 2 kennslustundir. Að öðru leiti held ég áfram að sinna hefðbundnu starfi mínu.
Kristín Björg er þó mesti snillingurinn. Hún er alltaf að finna uppá einhverju nýju og var voðalega glöð að komast heim í regluna og á leikskólann. Hún er voðalega mikið að æfa sig þessa dagana í að vera mjög mjög ákveðin. Áðan orgaði hún og orgaði af því að ég vildi ekki hjóla meira með hana. Hún gargaði svo lengi að hún var löngu búin að gleyma af hverju hún var að garga. Ég var svo undrandi lengi vel að ég gleymdi að reyna að dreifa huga hennar. Um leið og ég hætti að vera hissa hætti hún að orga.
Núna orgar hún af því að hún vill ekki fara að sofa og hendir snuddunni sinni fram á gólf svo að ég "verði" að rétta henni hana. Það eru aldeilis spennandi tímar framundan.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim