Þannig fór um sjóferð þá
Það er ennþá allt alveg frábært. Við skottumst hér í sælunni skotturnar, stundum skottast gestir með okkur, þá skottumst við inn og út fjörðinn jafnvel. Um síðustu helgi vorum við gestir. Kristín var fyrst ein gestur í 2 nætur og þá var ég líka gestur í mannlausu húsi. Síðan vorum við saman gestir í 2 nætur. Takk fyrir okkur ;)
Þó að það sé gaman að sitja heima og taka á móti gestum er líka gaman að bregða undir sig betri fætinum og skoða borgina. Ég kom ótrúlega miklu fyrir á 4 dögum. Sofa, borða, kaupa, tónleikar, bíó, borða og kaupa meira, með Kristínu í ljósmyndatöku, heimsóknir í Kef, jájá, alveg fullt og alveg ferlega fínt bara. Allar góðar ferðasögur innihalda smá hasar. Mín endar á hasar. Eftir alveg frábæra daga bæði í einveru og með frábæru fólki þá var komið að heimferð. Ég lagði tímanlega af stað úr borginni og var staðráðin í því að stoppa í 2 lágvöruverslunum á ferð minni vestur. Ég stoppa fyrst í Mósó og næli mér þar í eitthvað bráðnauðsynlegt og held síðan áfram ferð minni. Næsta ákvað ég að stoppa í Borgarnesi enda gat ég ekki betur séð en að ég hefði góðan tíma fyrir höndum.
Þegar ég er sest uppí bíl aftur átta ég mig á að ég hafði eitthvað misreiknað mig því nú var rétt rúm klst þar til báturinn átti að fara og rétt rúmir 100 km eftir. Ég velti því fyrir mér um stund að bruna bara af stað vestur akandi en rataði þá stuttu stund ekki akandi vestur. Mér gat ómögulega munað hvar væri beygt af þjóðveginum til að fara í Búðardal. Ég ákvað því að taka bara bátinn og láta happið ráða för.
Ég náði bátnum með því að bruna beint um borð og upphófst þá sú allra versta sjóferð sem ég hef upplifað. Skipið bæði valt og skall í öldunum þannig að það nötraði allt og skalf. Ég gat mig hvergi hrært og litla skott var ekki sátt við að fá ekki að hlaupa um. Reyndar var hún orðin kald sveitt og grunar mig að hún hafi verið að verða sjóveik. Eftir Flatey var miklu betra í sjóinn og við gátum spókað okkur um, Kristín eignaðist kunningja að vanda og við skemmtum okkur vel.
Þegar báturinn var að leggja að bryggju í Brjánslæk, gerði ég okkur klárar í bílnum og hlakkaði til að komast heim. Eftir nokkra stund áttaði ég mig á að ekki var allt með feldu og fékk þá að vita að landfestarnar hefðu slitnað þegar reynt var að binda og allir beðnir um að fara aftur niður og hafa það gott þar til annað yrði tilkynnt. Stuttu seinna var gerð önnur tilraun og slitnaði þá aftur. Við fengum þá tilkynningu um að veðurofsinn væri of mikill til að leggja að og að bíða yrði eftir að fjaraði, í það minnsta 2 klst. Þetta var súrsæt upplifun. Það skemmtilega við svona uppákomu er að allir fara að tala saman og það myndast alveg frábær samkennd í hópnum. Ég kynntist þarna m.a. ferðamönnum frá Litháen og horfði á teiknimynd með Reyni Pétri frá Sólheimum. Ég mundi einmitt eftir að hafa hitt hann á Selfossi þegar hann gekk hringinn. Sama dag sá ég mann með púðluhund og lamb í taumi, ég á af því mynd.
En þessi sjóferð tók enda eins og aðrar og 3.5 klst á eftir áætlun lagðist Baldur að bryggju í Brjánslæk en þá vildi ekki betur til en að það brotnuðu 2 rúður með tilheyrandi látum. við komum heim kl 11 um kvöldið eftir 11 tíma ferðalag og núna veit ég hvernig ég keyri heim til mín úr Reykjavík :)
Núna er þessi bloggfærsla orðin löng eins og ferðalagið, líklega hef ég hér sett met í bloggfærslulengd. Þá er ráð að standa upp og gera pláss fyrir alla þá góðu gesti sem koma á morgun.
Góðar stundir
Þó að það sé gaman að sitja heima og taka á móti gestum er líka gaman að bregða undir sig betri fætinum og skoða borgina. Ég kom ótrúlega miklu fyrir á 4 dögum. Sofa, borða, kaupa, tónleikar, bíó, borða og kaupa meira, með Kristínu í ljósmyndatöku, heimsóknir í Kef, jájá, alveg fullt og alveg ferlega fínt bara. Allar góðar ferðasögur innihalda smá hasar. Mín endar á hasar. Eftir alveg frábæra daga bæði í einveru og með frábæru fólki þá var komið að heimferð. Ég lagði tímanlega af stað úr borginni og var staðráðin í því að stoppa í 2 lágvöruverslunum á ferð minni vestur. Ég stoppa fyrst í Mósó og næli mér þar í eitthvað bráðnauðsynlegt og held síðan áfram ferð minni. Næsta ákvað ég að stoppa í Borgarnesi enda gat ég ekki betur séð en að ég hefði góðan tíma fyrir höndum.
Þegar ég er sest uppí bíl aftur átta ég mig á að ég hafði eitthvað misreiknað mig því nú var rétt rúm klst þar til báturinn átti að fara og rétt rúmir 100 km eftir. Ég velti því fyrir mér um stund að bruna bara af stað vestur akandi en rataði þá stuttu stund ekki akandi vestur. Mér gat ómögulega munað hvar væri beygt af þjóðveginum til að fara í Búðardal. Ég ákvað því að taka bara bátinn og láta happið ráða för.
Ég náði bátnum með því að bruna beint um borð og upphófst þá sú allra versta sjóferð sem ég hef upplifað. Skipið bæði valt og skall í öldunum þannig að það nötraði allt og skalf. Ég gat mig hvergi hrært og litla skott var ekki sátt við að fá ekki að hlaupa um. Reyndar var hún orðin kald sveitt og grunar mig að hún hafi verið að verða sjóveik. Eftir Flatey var miklu betra í sjóinn og við gátum spókað okkur um, Kristín eignaðist kunningja að vanda og við skemmtum okkur vel.
Þegar báturinn var að leggja að bryggju í Brjánslæk, gerði ég okkur klárar í bílnum og hlakkaði til að komast heim. Eftir nokkra stund áttaði ég mig á að ekki var allt með feldu og fékk þá að vita að landfestarnar hefðu slitnað þegar reynt var að binda og allir beðnir um að fara aftur niður og hafa það gott þar til annað yrði tilkynnt. Stuttu seinna var gerð önnur tilraun og slitnaði þá aftur. Við fengum þá tilkynningu um að veðurofsinn væri of mikill til að leggja að og að bíða yrði eftir að fjaraði, í það minnsta 2 klst. Þetta var súrsæt upplifun. Það skemmtilega við svona uppákomu er að allir fara að tala saman og það myndast alveg frábær samkennd í hópnum. Ég kynntist þarna m.a. ferðamönnum frá Litháen og horfði á teiknimynd með Reyni Pétri frá Sólheimum. Ég mundi einmitt eftir að hafa hitt hann á Selfossi þegar hann gekk hringinn. Sama dag sá ég mann með púðluhund og lamb í taumi, ég á af því mynd.
En þessi sjóferð tók enda eins og aðrar og 3.5 klst á eftir áætlun lagðist Baldur að bryggju í Brjánslæk en þá vildi ekki betur til en að það brotnuðu 2 rúður með tilheyrandi látum. við komum heim kl 11 um kvöldið eftir 11 tíma ferðalag og núna veit ég hvernig ég keyri heim til mín úr Reykjavík :)
Núna er þessi bloggfærsla orðin löng eins og ferðalagið, líklega hef ég hér sett met í bloggfærslulengd. Þá er ráð að standa upp og gera pláss fyrir alla þá góðu gesti sem koma á morgun.
Góðar stundir
3 Ummæli:
Úúbbs.......ég hef aðeins einu sinni orðið var við sjóveiki (fyrir utan einusinni í Herjólfi, en þá var ég lasin fyrir) en það var með Baldri fyrir nokkrum árum, þetta er algjör korktappi.
Gaman að gengur vel hjá ykkur mæðgum. Við stefnum á Vestfirði í sumarfríinu ef veður leyfir og kíkjum þá örugglega í heimsókn.
já sjómennskan er ekkert grín :) verið sannarlega velkomin, veðrið leyfir alltaf vestfirði :)
vá, já. langt og skemmtilegt blogg frá þér. gaman að því.
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim