10.3.2008

magakvalir

Fyrsta helgin í sveitinni var ekki jafn ljúf og ég hafði gert mér vonir um. Á mig herjaða svaðaleg magakveisa með miklum verkjum sem náði hámarki í gærkvöldi, að ég vona að minnsta kosti. Ég náði þó að koma okkur aðeins betur fyrir á laugardaginn og þvo smá þvott. Í gær lagði ég svo land undir fót og fór yfir á Bíldudal. Þar áttum við yndislegan dag en minnstu munaði að ég næði ekki til baka vegna kveisunnar agalegu.
Núna er runninn nýr dagur, Kristín var glöð að komast í leikskólann og ég er kát í vinnunni og nú þarf ég að gera eitthvað skemmtilegt.
meira síðar

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim