Á Tálknafirði er gott að vera snjósleðanum á, hei!
Hér er alveg brjálaður vetur. Af og til gerir snælduvitlaust veður með blindhríð og dimmu en þess á milli skín sólin og þá lýsist fjörðurinn upp og það glampar í snjóinn í fjöllunum allt í kring. Mér hefur líka hvorutveggja við óveðrið og sólina, mér finnst þetta allt gaman, mest sólin samt eins og núna. Ég vona að hún verði með mér hérna allavega fram yfir hádegi þá ætla ég að reyna að taka mynd svo að ég geti sýnt hvað ég er að tala um :)
Kristín er hrókur alls fagnaðar á leikskólanum og skemmtir bæði sér og öðrum. Þær eru svolið hissa á hvað hún er sjálfstæð lítil kona... hún vill t.d. fá að borða brauðið sitt sjálf... enda ekki annað en sjálfsagt mál fyrst hún getur það.
Ég er búin að læra fullt nýtt í vinnunni sem er bara skemmtilegt, oft óþægilegt samt að þurfa að læra nákvæmlega allt en það gerir dagana meira spennandi.
Nú er að koma helgi og ég ætla að nýta hana í að reyna að gera enn fínna hjá mér svo að það sé nú ekki allt í drasli þegar fólkið kíkir inn um gluggana hjá mér, haha. Svo geri ég mér kannski líka ferð yfir fjallið og fer í heimsókn á Bíldudal, hver veit?
Kristín er hrókur alls fagnaðar á leikskólanum og skemmtir bæði sér og öðrum. Þær eru svolið hissa á hvað hún er sjálfstæð lítil kona... hún vill t.d. fá að borða brauðið sitt sjálf... enda ekki annað en sjálfsagt mál fyrst hún getur það.
Ég er búin að læra fullt nýtt í vinnunni sem er bara skemmtilegt, oft óþægilegt samt að þurfa að læra nákvæmlega allt en það gerir dagana meira spennandi.
Nú er að koma helgi og ég ætla að nýta hana í að reyna að gera enn fínna hjá mér svo að það sé nú ekki allt í drasli þegar fólkið kíkir inn um gluggana hjá mér, haha. Svo geri ég mér kannski líka ferð yfir fjallið og fer í heimsókn á Bíldudal, hver veit?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim