11.3.2008

-9,2 kg

Þá eru svo lítið sem 9.2 kíló fokin og þá er Kristínar Bjargar markinu náð :)
Ég bindi góðar vonir við að ná 10kg markinu á næstu tveim vikum eða svo, þetta er ljómandi gaman allt saman.
Ég er farin að huga að því að hreyfa mig svoldið með bara, búin að fá pokahlíf fyrir göngupokann hennar Kristínar þannig að um leið og það fer aðeins að hægjast um í maga-óeirðunum þá get ég farið að þramma með hana hér um fjöll og fyrnindi. (eða bara um götur og göngustíga til að byrja með)

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þetta er alveg frábær árangur hjá þér. Það bættust við 400 gr. hjá mér í gær, enda var ég á Hótel Sögu um helgina og fór á árshátið á laugardagskvöld. Nú verður maður að spýta í lófana. Er vigtun á Vestfjörðum, eða sérðu bara um þetta sjálf núna?

11:56 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Gott að allt/flest gengur vel hjá ykkur mæðgum. Skemmtið ykkur bara vel uppi um fjöll og fyrnindi.

1:35 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Til lykke! :)
Hvernig pokahlíf?

Kv. Irma Rán

11:52 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Glæsilegur árangur, ekki slæmt að vera búin að missa nánast 10 kg á þessum stutta tíma. Hlakka til að heimsækja ykkur í Tálknafjörðinn.
Alda

10:12 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim