27.3.2008

Hún

Hún Kristín Björg er algjör snillingur. Það er svo mikið að gerast hjá henni núna að hver einasti dagur er fullur af ævintýrum sem aldrei fyrr. Hún er með eindæmum forvitini og nýjungagjörn og að fylgjast með henni er betra en nokkurt bíó. Um daginn tók hún t.d. upp á því að vilja bara borða skyrið sitt með tveimur skeiðum til skiptis, ömmur var venjuleg stálskeið hin var appelsínugul plastskeið. Við hverja skeið sem hún fékk smjattaði hún vel á matnum og sagði svo hátt ahhh þegar hún var búin að kyngja, eins og um hávísindalega könnun á gæðum skeiða væri að ræða. Hún Kristín er líka búin að fatta bækur og hefur mjög gaman af því að skoða þær. Í fyrradag fannst mér hún hafa verið of hljóð of lengi þar sem hún var að leika inní stofu. Ég fór og kíkti eftir henni og þá lá hún á gólfinu, hálf ofaná bók, og var að kyssa fólkið í bókinni og skælbrosti inná milli, alveg hreint í hamingju vímu. Haldiði að það séu ekki forréttindi að fá að búa með svona manneskju :)

4 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jú það eru sko forréttindi. Hún er algjör perla.

2:03 e.h.  
Blogger Juno sagði...

Blessuð Sif
Þetta er Hera
Var að finna síðuna þína.
Las alveg fullt, haltu nú áfram, ég filgist með þér.

1:24 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Halló, mikið var nú skemmtilegt að rekast á þessa síðu hjá þér. Ég er búin að eyða klukkutíma í að lesa og á eftir að koma oftar við. Ég hugsa of til þín amk alltaf 29. febrúar þegar hann kemur ;-) Skjáumst
Kv. Frá Lambhaganum, Kristjana Hrund. (Já, ég flutti í gamla húsið mitt '99)

11:50 e.h.  
Blogger Disa sagði...

Tvílík forréttindi, má hún ekki búa hjá okkur í smátíma :)
knús knús

8:27 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim