8.9.2008

Komin heim

Jæja, þá er sumrinu formlega lokið og haustverkin hafa tekið við af heimsóknum bæði til mín og frá mér.
Haustin hafa nær undantekninglaust markað nýtt uppaf hjá mér, nýtt nám, ný önn, nýtt heimili, jafnvel nýtt land. Þessu hefur alltaf fylgt spenna sem hefur gert haustin skemmtilegri fyrir vikið.
Í fyrsta sinn sem ég man eftir er ég að gera það sama að hausti og það sem af er árinu. Áður en ég kom heim aftur í gær hafði ég af því áhyggjur að mér ætti eftir að leiðast haustið, ekkert nýtt.
Í morgun gekk ég hinsvegar í vinnuna og þegar ég sá litskrúðug fjöllin sem eru að færast í haustskrúðan fann ég fyrir eftirvæntingu og ró. Haustið er yndislegt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim