15.9.2008

Sóta

Okkur hefur fjölgað aðeins, konunum í kotinu. Það hefur borið á því undanfarið að ung ferfætt kisukona hafi lagt leið sína hér inn, í það minnsta yljað sér í gluggaopinu. Á sunnudagsmorguninn kom hún inn mjálmandi og bar sig illa mjög. Ég sá aumur á henni og í stað þessa að reyna að sussumsveija hana út aftur, klappaði ég henni og talaði hlýlega til hennar. Hún tók kveðjunni aldeilis vel og sýndi ekki á sér nokkurt fararsnið. Ég gerðist þá gestrisin með eindæmum og bauð henni uppá gamlan hafragraut með seríós út á. Hún sýndi kurteisi og nartaði í kræsingarnar en stökk svo upp í gestarúm og lagði sig. Þar svaf hún meira og minna í allan gærdag og sefur þar enn að ég held. Ég og meintur eigandi kattarins áttum samtal í dag og stendur til að kisa litla flytjist við tækifæri suður með sjó til lögmæts eigenda. Þangað til verður hún að öllum líkindum gestkomandi á heimili okkar mæðgna.
Kisukonan heitir Sóta.

1 Ummæli:

Blogger Disa sagði...

núna verdurdu ad setja upp mynd af kisu litlu :)

knús Aldís

12:09 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim