8.10.2008

Ég brýt odd af oflæti mínu

Þetta lítur nú ekki vel út, þetta ástand. Ef að allt fer á versta veg ég þó veiðistöng og bý í nálægð við sjóinn. Svo er ég líka með bakgarð og er alveg tilbúin að bretta upp ermar og veigra mér ekki við að rækta vel í bakgarðinum mínum því það mun jú vera þjóðlegasti siður það að pota útsæðinu niður... Makkarónugrautur og lifrapylsa í kvöldmat. Í framhaldinu er bara að draga upp hugmyndir og uppskriftir af hollum ódýrum mat og brjóta odd af oflætinu, nema kannski endrum og eins.
Einhverjar hugmyndir?

1 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Þverskorin ísa með kartöflum og floti. Eins má gera ótrúlega góða saltfiskrétti.

8:47 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim