8.11.2008

Kristín og Mosi

Það hefur nú ekki enn komið til þess að ég fari tilneydd niður á bryggju að veiða mér í soðið. Ég keypti mér samt lyfrapylsu og er í þessum skrifuðu orðum að gera helling aðalbláberjasultu til að gera pláss í frystinum fyrir að föng.
Við höfum það annars svo ljómandi fínt hér fyrir vestan. Sá sem sagði að engar fréttir væru góðar fréttir hefði allt eins getað verið að tala um okkur hér. Vinnan er skemmtileg (báðar allt svo), Kristín alltaf jafn kát á leikskólanum og jú, við erum komnar með kisustrák á heimilið. Hann heitir Mosi og er hinn allra skemmtilegasti köttur. Hann er akkúrat eins og ég vil hafa ketti, blíður og góður en samt duglegur að leika sér bæði inni og við hina kettina. Hann er svakalega mikil félagsvera og á það til að hoppa uppí bíl á morgnanna á meðan ég festi Kristínu. Hann mjálmar svo alveg voðalega dramantískt þegar ég set hann inn og loka hurðinni.
Kristín er líka akkúrat eins og ég vil hafa litlar stelpur, með eindæmum uppátækjasöm og skemmtileg. Orðaforðinn eykst með hverjum deginum og þessa dagana er "má ég sjá" og "sjáðu mig" í uppáhaldi. Hún er mikil áhugamanneskja um knattspyrnu, og boltaíþróttir almennt, og þegar íþróttafréttirnar byrja og ég stend upp þá hleypur hún að sjónvarpinu og kallar "krakkar - má ég sjá".
Einn morguninn þegar við vorum nývaknaðar og ég hafði rétt kveikt ljósið tók Kristín um fótinn á sér, bar ilina uppað eyranu á sér og sagði -Halló! Ég hló eins og brjálæðingur og þá tók hún í hinn fótinn og bar ilina uppað eyranu og sagði aftur - Halló! síðan brosti hún sínu blíðasta og sagði - sími -gaman :)

2 Ummæli:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Hún er ótrúlega skemmtilegur krakki. Vonandi hittumst við um jólin, eða er það ekki?
Kveðja,
Dagný

3:47 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Já hún er kýrskýr hún Kristín.

Kveðja,
Huldumaðurinn með hundinn.

1:03 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim