28.1.2009

Asasið

Feisbúkk virðist vera að drepa bloggið mitt, þetta blogg. Það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast en það ratar ekki hér inn.
Nýja árið leggst vel í mig þrátt fyrir allt og allt. Ég held að þetta ár verði alveg prýðilegt. Það er svo dásamlegt þegar daginn fer að lengja og sólin hækkar á lofti. Það flaug í huga mér í m0rgun hvað það væri í raun nauðsynlegt að vera búin að hýrast í þessa 2 mánuði í algjöru myrkri til að kunna fyllilega að meta þessa dásemdar birtu. Mér finnst hver dagur fallegri en sá fyrri og um leið og ég nýt andartaksins hlakka ég til næsta dags.
Það er heilsuátak í gangi hér og nágrannabyggðarlögunum. Ég tók þá ákvörðun að vinna það átak og held því til streitu þar til annað kemur í ljós :) Það er mér til happs að hér býr velviljuð kona sem hefur tekið mig í sína umsjá og finnst mjög gaman að sjá mig kveljast og gera mig að fífli í líkamsræktarsalnum. Ég er henni mjög þakklát fyrir stuðininginn og vona að það færi mig nær sigri. Reyndar ætla ég meira að hugsa um að gera þetta allt saman af skynsemi en ofurkappi, það er nú eða aldrei einhvernvegin að koma mér í form. Ég vil geta hlaupið á þau fjöll sem fyrir mér verða þegar mér dettur það til hugar.
Kristín er yndisleg sem áður. Það er farin að kjafta á henni hver tuska og hún er algjör páfagaukur. Það verður margt mjög fyndið úr hennar munni.
Allt út um allt - malt allt.
Pepsi - pepis.
Snjór- njós.
Afsakið - asasið

Nóg í bili.

1 Ummæli:

Blogger Heiða sagði...

æðisleg orðabók Kristínar! Það er gott að heyra að allt er að verða fallegra með hverjum deginum. Þarf að reyna að muna þetta eldsnemma á morgnanna í morgunmyglunni.

10:46 e.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim