7.1.2005

Ísland-Londonbeibí-Berlín

Þá er ég lent í Berlín eftir ágætt ferðalag.
Stoppið á Stansted var fínt. Við gistum á einu flottasta Hóteli sem ég hef gist á, þar sem propsið á lobbíbarnum var 10-15 metra hár vínrekki inni plexíglerbúri þar sem 2 stelpur sýndu loftfimleika. Ég hlakka til að sjá lobbíbar sem slær þessu við.
Til að verja kvöldinu var haldið til næsta þorps Bishop Stortford http://www.bishopsstortford.org/ lítið, sætt og mjög rólegt þorp. Það var ekki mikið að gerast í þessu þorpi en eftir matinn heyrðum við lifandi tóna berast út á götu og ákvaðum að láta okkur renna á hljóðið. Við komum inní pínulitinn sal þar sem verið var að spila blús til styrktar fórnalamba flóðana. Ég fékk einhverskonar Bíldudalsfíling þarna inni, mjög sérstakt og skemmtilegt.
Núna ætla ég hinsvegar að fara að skoða Berlín. Meira síðar...

1 Ummæli:

Blogger Lára sagði...

Góða skemmtun kæra vinkona.

11:41 f.h.  

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim